Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   lau 29. október 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leicester og Man City: Alvarez byrjar - Haaland ekki með
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Erling Braut Haaland er ekki í leikmannahópi Manchester City sem heimsækir Leicester City í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.


Byrjunarliðin hafa verið kynnt og er Haaland fjarverandi vegna meiðsla. Julian Alvarez tekur stöðu hans í byrjunarliði Man City og leiðir Alvarez því sóknarlínuna gegn lærisveinum Brendan Rodgers.

Pep Guardiola gerir þrjár breytingar frá byrjunarliðinu sem hafði betur gegn Brighton í síðustu umferð þar sem John Stones og Ilkay Gündogan koma inn í byrjunarliðið ásamt Alvarez.

Rodgers gerir tvær breytingar frá frábærum sigri gegn Wolves þar sem Caglar Soyuncu kemur inn í liðið fyrir Boubakary Soumaré og Jamie Vardy kemur inn fyrir Patson Daka.

Man City getur tekið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar, tímabundið hið minnsta, með sigri í dag. Leicester er búið að vinna tvo leiki í röð og nýkomið úr fallsæti eftir herfilega byrjun á tímabilinu.

Leicester: Ward, Justin, Amartey, Faes, Soyuncu, Castagne, Dewsbury-Hall, Tielemans, Barnes, Maddison, Vardy
Varamenn: Iversen, Albrighton, Iheanacho, Perez, Daka, Mendy, Ndidi, Praet, Thomas

Man City: Ederson, Cancelo, Stones, Laporte, Akanji, Gundogan, Rodri, De Bruyne, Grealish, Alvarez, Silva
Varamenn: Stefan, Carson, Dias, Ake, Gomez, Mahrez, Foden, Lewis, Wilson-Esbrand


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner