Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   lau 29. október 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Newcastle mótmæla fyrir stórleikinn gegn Chelsea

Stuðningsmenn Newcastle eru búnir að skipuleggja mótmæli sem hefjast fyrir upphafsflautið á heimaleik liðsins gegn Chelsea í ensku toppbaráttunni.


Newcastle tekur á móti Chelsea 12. nóvember, í síðustu umferð fyrir HM-pásu, og munu stuðningsmenn félagsins mótmæla eignarhaldinu.

Stuðningsmenn ætla að mótmæla opinberum aftökum ríkisstjórnarinnar í Sádí-Arabíu. Newcastle er í eigu opinbera fjárfestingasjóðs Sádí-Arabíu sem er leiddur af krónprinsinum sjálfum, Mohammed bin Salman, 

Mohammed bin Salman, sem er talinn hafa skipulagt morðið á fréttamanninum Jamal Khashoggi, var einnig gerður að forsætisráðherra Sádí-Arabíu á dögunum. Salman konungur, faðir Mohammed, gerði son sinn að forsætisráðherra svo bandarísk yfirvöld gætu ekki handtekið hann á bandarískri grundu og réttað yfir honum fyrir morðið á Khashoggi. Með því að vera forsætisráðherra fær Khashoggi friðhelgi og má ekki vera handtekinn.

Salman var sjálfur konungur og forsætisráðherra en ákvað að gefa syni sínum seinni titilinn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
2 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
5 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
6 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
7 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
8 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
10 Chelsea 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
Athugasemdir
banner
banner
banner