Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   mið 29. nóvember 2023 16:35
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd í Istanbúl: Amrabat og Höjlund byrja
 Alejandro Garnacho og Sergio Reguilon voru sessunautar í fluginu á leið til Istanbúl.
Alejandro Garnacho og Sergio Reguilon voru sessunautar í fluginu á leið til Istanbúl.
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United verður úr leik í Meistaradeildinni ef liðið tapar gegn Galatasaray í leik sem hefst 17:45.

Sigur United í Tyrklandi og sigur Bayern München gegn FC Kaupmannahöfn í kvöld myndi setja þennan riðil í allt annað horf. Það myndi einnig þýða að jafntefli myndi líklega duga United gegn Bayern í lokaumferðinni vegna innbyrðis viðureigna.

Erik ten Hag gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Everton. Hinn átján ára gamli Kobbie Mainoo er á bekknum þrátt fyrir góða frammistöðu gegn Everton en Ten Hag leggur traust sitt á líkamlega sterka leikmenn í leik kvöldsins.

Rasmus Höjlund kemur inn í sóknina í stað Anthony Martial. Þá koma Sofyan Amrabat, Aaron Wan-Bissaka og Antony inn. Marcus Rashford er í banni og Diogo Dalot sest á bekkinn.

Wilfried Zaha fyrrum leikmaður United er meðal byrjunarliðsmanna hjá heimaliðinu.

Meira á leiðinni...

Byrjunarlið Galatasaray: Muslera, Boey, Kaan, Abdülkerim, Angelino, Torreira, Ndombele, Ziyech, Mertens, Zaha, Icardi.

Byrjunarlið Man Utd: Onana, Wan-Bissaka, Maguire, Lindelof, Shaw; Amrabat, McTominay; Antony, Fernandes, Garnacho; Höjlund.
(Varamenn: Bayindir, Heaton, Dalot, Reguilon, Varane, Gore, Hannibal, Mainoo, Pellistri, Hugill, Martial)

A-riðill:
1. Bayern München 12 stig
2. FC Kaupmannahöfn 4
3. Galatasaray 4
4. Manchester United 3


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner