Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 30. janúar 2023 09:50
Elvar Geir Magnússon
Enzo vill fara til Chelsea í þessum glugga - Tottenham gerir tilboð í Ekvadora
Powerade
Tottenham vill Piero Hincapie.
Tottenham vill Piero Hincapie.
Mynd: Getty Images
Jonjo Shelvey.
Jonjo Shelvey.
Mynd: EPA
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: EPA
Bellerín færist nær Sporting.
Bellerín færist nær Sporting.
Mynd: EPA
Harrison Ashby.
Harrison Ashby.
Mynd: Getty Images
Á morgun er sjálfur Gluggadagurinn! Þeir Fernandez, Hincapie, Shelvey, Felix, Lindelöf og Bellingham eru meðal manna sem eru með okkur í slúðurpakkanum á þessum síðasta mánudegi janúarmánaðar.

Chelsea hefur opnað á viðræður að nýju um argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (22) hjá Benfica og freistar þess að tryggja sér hann áður en glugganum verður lokað á morgun. (Telegraph)



Enzo vill helst yfirgefa Benfica í þessum glugga og vonast til þess að Rui Costa, forseti Benfica, samþykki tilboð Chelsea. (Record)

Tottenham hefur gert 22 milljóna punda munnlegt tilboð í Piero Hincapie (21), ekvadorskan miðjumann Bayer Leverkusen. (Bild)

Nottingham Forest er á barmi þess að fá enska miðjumanninn Jonjo Shelvey (30) fá Newcastle. (Telegraph)

Barcelona er áfram með augastað á portúgalska sóknarleikmanninum Joao Felix (23) sem er hjá Chelsea á láni frá Atletico Madrid. (Sport)

Ítalska félagið Inter hefur áhuga á að fá sænska miðvörðinn Victor Lindelöf (28) frá Manchester United til að fylla skarð Milan Skriniar (27) sem fer líklega til Paris St-Germain. (Fabrizio Romano)

Tottenham vinnur að því að reyna að næla í enska miðjumanninn jobe Bellingham (17) frá Birmingham, bróður enska landsliðsmannsins Jude Bellingham (19) sem er hjá Dortmund. (Football Insider)

Galatasaray er að vinna kapphlaupið um enska varnarmanninn Nat Phillips (25) hjá Liverpool, hann er metinn á 10 milljónir punda. (Athletic)

Everton vill fá inn sóknarmann og brasilíska varnarmanninn Rodrigo Becao (27) hjá Udinese. (Mail)

Everton hefur hafnað tilboði frá PSV Eindhoven í enska miðvörðinn Jarrad Branthwaite (20). (Mail)

Nottingham Forest er komið vel á veg í viðræðum við Paris St-Germain um markvörðinn Keylor Navas (36). (Football Insider)

Sporting Lissabon færist nær lánssamningi á Hector Bellerín (27) frá Barcelona. Honum er ætlað að fylla skarð Pedro Porro (23) sem Tottenham vinnur í að kaupa. (Athletic)

Manchester City mun berjast við Barcelona um spænska U21 landsliðsmanninn Arnau Martínez (19), varnarmann Girona. (Mundo Deportivo)

Sevilla er komið langt í viðræðum um að fá Bryan Gil (21) lánaðan frá Tottenham út tímabilið. (Fabrizio Romano)

Newcastle United hefur náð samkomulagi við West Ham um 3 milljóna punda kaup á skoska hægri bakverðinum Harrison Ashby. (Times)

Fulham hefur rætt við Sheffield United um norska miðjumanninn Sander Berge (24) sem er einnig orðaður við Newcastle. (90min)

Fulham er einnig komið vel á veg í viðræðum við Torino um serbneska miðjumanninn Sasa Lukic (26). (Athletic)

Brighton hefur tryggt sér sænska miðjumanninn Yasin Ayari (19) frá AIk á 5,2 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Unai Emery, stjóri Aston Villa, vill fá sóknarmann með reynslu inn áður en glugganum verður lokað. Villa seldi Danny Ings (30) til Wst Ham. (Express and Star)
Athugasemdir
banner
banner