Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle vill gera Pochettino að þriðja launahæsta stjóra heims
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham í nóvember síðastliðnum. Newcastle er sagt ætla finna sér nýjan stjóra í kjölfar yfirvofandi eigendaskipta hjá félaginu.

Pochettino er sagður efstur á blaði og er Newcastle tilbúið að gera Poch að þriðja launahæsta stjóra í heiminum og borga honum nítján milljónir punda í árslaun.

Steve Bruce er núverandi stjóri félagsins en hann hefur ekki rætt við þá kaupendur sem eru að reyna kaupa félagið. Mirror segir að Bruce fái mögulega að klára tímabilið sem stjóri Newcastle en verði í kjölfarið látinn fara.

Nítján milljónir punda eru tæplega 3,5 milljarðar íslenskra króna. Vikulaunin yrðu 400 þúsund pund og eru það einungis Pep Guardiola, stjóri Manchester City, og Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, sem yrðu launahærri.
Athugasemdir
banner