Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Wan-Bissaka æfir aukalega til að hrífa Ten Hag
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka hefur verið orðaður við brottför frá Manchester United.

Hann er sagður ekki vera í áformum Erik ten Hag, nýráðins knattspyrnustjóra, fyrir tímabilið en ætlar að gera allt í sínu valdi til að láta stjórann skipta um skoðun.

Wan-Bissaka hefur því ákveðið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu til að hrífa stjórann og vinna sig aftur inn í byrjunarliðið. Hann er að mæta á aukaæfingar til að tryggja að vera í toppstandi líkamlega fyrir komandi átök og til að sýna Ten Hag hvað í sér býr.

Á síðustu leiktíð deildi Wan-Bissaka hægri bakvarðarstöðunni með Diogo Dalot og vill hann ekki missa Portúgalann framúr sér í goggunarröðinni.

Wan-Bissaka á tvö ár eftir af samningi sínum við Man Utd eftir að hafa verið keyptur sumarið 2019 fyrir um 50 milljónir punda. Hann hefur spilað 126 keppnisleiki með Rauðu djöflunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner