Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir hættur með HB (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson mun ekki þjálfa HB í færeyska boltanum á næsta ári. Þetta staðfesti félagið með færslu á Facebook.

Greint er frá því að Heimir sé búinn að samþykkja starfstilboð á Íslandi. Allt bendir til þess að Heimir muni taka við starfi Ólafs Jóhannessonar hjá Val.

Heimir tók við HB í fyrra og gerði liðið á færeyskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Það var fyrsti deildartitill HB síðan 2013.

Núna í ár tókst HB ekki að landa deildartitlinum enda stóraukin samkeppni í toppbaráttunni. Heimir stýrði sínum mönnum hins vegar alla leið í úrslitaleik færeyska bikarsins og unnu lærisveinar hans úrslitaleikinn gegn Viking. Það var fyrsti bikartitill HB síðan 2004.

HB þakkar Heimi innilega fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner