Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2022 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona eru einkunnir íslensku leikmannana í FIFA 23 - Einn í gulli
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er búið að gefa út tölvuleikinn FIFA 23. Hann var að koma formlega út í morgun.

Það er þar með alveg ljóst hvernig einkunnir íslenskra leikmanna eru í leiknum.

Það er aðeins einn leikmaður í gulli að þessu sinni en það er miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason sem leikur með PAOK í Grikklandi. Hann er með 76 í einkunn, en leikmenn sem eru með 75 og hærra eru í gulli.

Næst á eftir Sverri koma Hörður Björgvin Magnússon (73), Jóhann Berg Guðmundsson (72), Albert Guðmundsson (72) og Guðlaugur Victor Pálsson (72).

Gylfi Þór Sigurðsson er annað árið í röð ekki í leiknum, en hann hefur ekkert spilað síðastliðið ár vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólágráða einstaklingi.

Sjá einnig:
FIFA 23: Glódís Perla fær hæstu einkunn af íslensku landsliðskonunum
Athugasemdir
banner
banner
banner