Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 30. október 2022 13:05
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Arsenal og Forest: Sama lið hjá Arteta - Lingard byrjar
Verður fagnað á Emirates í dag?
Verður fagnað á Emirates í dag?
Mynd: EPA
Lingard er í byrjunarliði Forest.
Lingard er í byrjunarliði Forest.
Mynd: EPA

Það eru tveir leikir á dagskránni í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrri leikurinn hefst klukkan 14 en þar mætast Arsenal og Nottingham Forest á Emirates leikvangnum.


Arsenal er í öðru sæti deildarinnar en getur með sigri í dag farið upp fyrir Manchester City og í það fyrsta. Í síðasta deildarleik liðsins mætti Arsenal Southampton og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Nýliðarnir í Nottingham Forest eru í neðsta sæti deildarinnar en með sigri í dag geta þeir farið upp úr fallsæti. Forest vann frábæran 1-0 sigur á Liverpool í síðustu umferð og þar á undan tók liðið stig á móti Brighton.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerir enga breytingu á sínu liði frá 1-1 jafnteflisleiknum gegn Southampton. Takehiro Tomiyasu heldur áfram stöðu sinni í vinstri bakverðinum.

Steve Cooper, stjóri Forest, gerir eina breytingu frá sigurleiknum frábæra gegn Liverpool. Neco Williams fer út úr liðinu og inn kemur Renan Lodi.

Arsenal: Ramsdale; White, Saliba, Gabriel, Tomiyasu; Partey, Xhaka, Odegaard; Saka, Jesus, Martinelli.
(Varamenn: Hein, Tierney, Nketiah, Holding, Cedric, Vieira, Lokonga, Nelson, Marquinhos.)

Nottingham Forest: Henderson; Aurier, Cook, McKenna, Lodi; Kouyate, Freuler, Yates; Lingard, Awoniyi, Gibbs-White.
(Varamenn: Hennessy, Mangala, Williams, O'Brien, Surridge, Johnson, Dennis, Boly.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
2 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
5 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
6 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
7 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
8 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
9 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
Athugasemdir
banner