Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   sun 30. október 2022 16:15
Aksentije Milisic
Ítalía: Atalanta gefur ekki eftir - Fiorentina vann
Lookman skoraði í sigri.
Lookman skoraði í sigri.
Mynd: EPA

Þremur leikjum var að ljúka í Serie A deildinni á Ítalíu en spilað er í tólftu umferðinni.


Atalanta hefur komið mörgum á óvart en liðið er í öðru sæti deildarinnar. Atalanta heimsótti Empoli í dag og vann góðan 2-0 sigur þar sem Hans Hateboer og Ademola Lookman gerðu mörkin.

Atalanta er fimm stigum á eftir Napoli sem situr í efsta sæti deildarinnar en Napoli hefur verið óstöðvandi það sem af er tímabilinu.

Udinese hefur aðeins verið að gefa eftir en liðið byrjaði tímabilið frábærlega. Markalaust jafntefli gegn neðsta liði deildarinnar, Cremonese, þýðir að Udinese er nú dottið niður í áttunda sæti deildarinnar.

Þá vann Fiorentina dramatískan útisigur á Spezia þar sem Arthur Cabral gerði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Í kvöld mætast Lazio og Salernitana og þá fær Torino lið AC Milan í heimsókn.

Cremonese 0 - 0 Udinese

Empoli 0 - 2 Atalanta
0-1 Hans Hateboer ('32 )
0-1 Teun Koopmeiners ('42 , Misnotað víti)
0-2 Ademola Lookman ('59 )

Spezia 1 - 2 Fiorentina
0-1 Nikola Milenkovic ('14 )
1-1 Mbala Nzola ('35 )
1-2 Arthur Cabral ('90 )
Rautt spjald: Dimitrios Nikolaou, Spezia ('82)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner