Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   sun 30. október 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Undarlegur vítaspyrnudómur kostaði Real Madrid sigurinn
Girona náði í stig á Bernabeu
Girona náði í stig á Bernabeu
Mynd: EPA
Real Betis lagði Real Sociedad með tveimur mörkum undir lokin
Real Betis lagði Real Sociedad með tveimur mörkum undir lokin
Mynd: EPA
Spánarmeistararar Real Madrid töpuðu stigum í toppbaráttunni í La Liga í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Girona. Dómgæslan var vægast sagt undarlegt á Santiago Bernabeu.

Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior kom Real Madrid yfir gegn Girona á 70. mínútu eftir gott spil. Federico Valverde fann Vinicius sem kláraði færið af yfirvegun.

Tíu mínútum síðar fékk Girona vítaspyrnu og þótti það afar undarlegur dómur. Boltinn fór í Marco Asensio í teignum og skoðaði dómarinn atvikið til að athuga með mögulega hendi.

Asensio fékk boltann á kassann og þaðan fór hann í hendina á honum. Dómarinn benti á punktinn og Madrídingar eðlilega ósáttir. Christian Stuani skoraði úr vítinu.

Rodrygo kom boltanum í netið undir lok leiksins en markið var réttilega dæmt af. Paulo Gazzaniga, markvörður Girona, var kominn með aðra hönd á boltann þegar Rodrygo sparkaði í hann og markið því ógilt.

Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos fékk að líta sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrir pirringsbrot. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem Kroos fær á ferlinum.

Real Madrid er á toppnum eftir leikinn með 32 stig, einu stigi meira en Barcelona.

Inaki Williams var hetja Athletic Bilbao er liðið vann Villarreal 1-0 og þá vann Real Betis 2-0 sigur á Real Sociedad. Juan Cruz og Borja Iglesias skoruðu mörkin undir lok leiks.

Úrslit og markaskorarar:

Athletic 1 - 0 Villarreal
1-0 Inaki Williams ('59 )

Osasuna 2 - 0 Valladolid
1-0 Ezequiel Avila ('13 , víti)
2-0 Moi Gomez ('19 )

Real Sociedad 0 - 2 Betis
0-1 Juan Cruz ('86 )
0-2 Borja Iglesias ('90 )

Real Madrid 1 - 1 Girona
1-0 Vinicius Junior ('70 )
1-1 Christian Stuani ('80 , víti)
Rautt spjald: Toni Kroos, Real Madrid ('90)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner