Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   sun 30. október 2022 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Flautumark kom Union aftur á toppinn
Union Berlin er komið aftur á toppinn
Union Berlin er komið aftur á toppinn
Mynd: EPA
Vincenzo Grifo skoraði bæði mörk Freiburg gegn Schalke
Vincenzo Grifo skoraði bæði mörk Freiburg gegn Schalke
Mynd: EPA
Union Berin endurheimti toppsætið í þýsku deildinni í dag með því að leggja Borussia Monchengladbach að velli, 2-1. Danilho Doekhi skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Sheraldo Becker taldi sig hafa komið Union yfir á 29. mínútu er liðsfélagi hans skaut boltanum í hann og þaðan í netið. Eftir athugun frá VAR ákvað dómarann að taka markið til baka þar sem boltinn fór af hendinni á Becker og í netið.

Fjórum mínútum síðar skoraði svissneski varnarmaðurinn Nico Elvedi fyrir Gladbach eftir hornspyrnu Lars Stindl og fór Gladbach því með forystu inn í hálfleikinn.

Union jafnaði metin á 79. mínútu í gegnum Kevin Behrens eftir fyrirgjöf Diogo Leite og það var svo á sjöundu mínútu í uppbótartíma sem Danilho Doekhi tryggði sigurinn með skallamarki. Stuttu áður var mark dæmt af Union en mark Doekhi var dæmt gilt og lokatölur 2-1 fyrir Union sem er komið aftur í efsta sæti deildarinnar.

Köln gerði 1-1 jafntefli við Hoffenheim. Florian Kainz kom Köln yfir á 13. mínútu en danski leikmaðurinn Jacob Bruun Larsen jafnaði um það bil tuttugu mínútum síðar.

Vincenzo Grifo er þá heitur þessa daganna. Hann skoraði bæði mörk Freiburg í 2-0 sigri á slöku liði Schalke. Freiburg er í 3. sæti með 24 stig en Schalke á botninum með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Union Berlin 2 - 1 Borussia M.
0-1 Nico Elvedi ('33 )
1-1 Kevin Behrens ('79 )
2-1 Danilho Doekhi ('90 )

Koln 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Florian Kainz ('13 )
1-1 Jacob Bruun Larsen ('35 )
Rautt spjald: Ozan Kabak, Hoffenheim ('87)

Schalke 04 0 - 2 Freiburg
0-1 Vincenzo Grifo ('45 )
0-2 Vincenzo Grifo ('61 , víti)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner
banner