Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 31. október 2022 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal með yngsta byrjunarliðið á tímabilinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Arsenal er óvænt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 12 umferðir, tveimur stigum á undan ríkjandi meisturum Manchester City.


Þetta kemur á óvart í ljósi slæms gengis Arsenal undanfarin ár en það þykir augljóst að vinnuaðferðir og hugmyndafræði Mikel Arteta eru loksins að skila sér með frábærri spilamennsku og jákvæðum úrslitum.

Aldur leikmanna Arsenal hefur vakið sérstaklega mikla athygli enda er mikið af ungum leikmönnum í leikmannahópnum og margir þeirra í byrjunarliðinu.

Þegar tekinn er saman meðalaldur byrjunarliðsmanna í ensku úrvalsdeildinni kemur í ljós að Arsenal er með lægsta meðalaldurinn, þar sem hver leikmaður er að meðaltali 24 ára og 203 daga gamall.

Til samanburðar eru byrjunarliðin hjá Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Manchester United öll í kringum 26 til 27 ára aldurinn.

Southampton er með næstyngsta byrjunarliðið, 24 ára og 284 daga gamalt, og svo koma Leeds United, Nottingham Forest og Brentford í næstu sætum fyrir neðan.

Meðalaldur byrjunarliða á tímabilinu:
1. Arsenal - 24 ára og 203 daga
2. Southampton - 24 ára og 284 daga
3. Leeds - 25 ára og 131 daga
4. Nott. Forest - 26 ára og 28 daga
5. Brentford - 26 ára og 95 daga

Man Utd - 26,2 ára
Man City - 27 ára
Chelsea - 27,1 árs
Tottenham - 27,5 ára
Liverpool - 27,6 ára


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
2 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
5 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
6 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
7 Leeds 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Chelsea 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
Athugasemdir
banner