
Jonathan Glenn verður næsti þjálfari Keflavíkur og mun hann taka við liðinu af Gunnari Magnúsi Jónssyni.
Frá þessu greindi Vísir fyrst.
Frá þessu greindi Vísir fyrst.
Þónokkrir þjálfarar voru orðaðir við Keflavík í slúðurpakkanum í síðustu viku og var Glenn þar á meðal.
Glenn tók við ÍBV fyrir síðustu leiktíð og má segja að hann hafi gert býsna góða hluti, allavega framan af. ÍBV var spáð áttunda sæti en endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið í efri hlutanum framan af tímabilinu.
Eftir að Glenn, sem er fyrrum leikmaður karlaliðs ÍBV, var rekinn þá ritaði Þórhildur Ólafsdóttir, eiginkona hans sem spilaði með liðinu í sumar, pistil. Þórhildur fór þar ítarlega yfir stöðu mála hjá ÍBV og þann tíma sem Glenn stýrði liðinu, en hún segir að hann hafi klárlega verið síðasti kostur í stöðuna.
Hún segir verulega mismunun milli karla- og kvennaliðs ÍBV og hending ef einstaklingar innan knattspyrnuráðs láti sjá sig á leikjum kvennaliðsins.
ÍBV svaraði þessu með yfirlýsingu sem má lesa hérna en Glenn var ósáttur við brottreksturinn.
Keflavík endaði í áttunda sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Ákveðið var að gera þjálfarabreytingar eftir tímabilið og núna er Glenn að taka við. Búist er við tilkynningu síðar í dag.
Athugasemdir