Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Dortmund vann Frankfurt í vítaspyrnukeppni
Mynd: EPA
Það var spennandi leikur í 2. umferð þýska bikarsins í kvöld þegar Frankfurt fékk Dortmund í heimsókn.

Ansgar Knauff kom Frankfurt yfir snemma leiks eftir sendingu frá Mario Götze sem var að mæta sínum gömlu félögum. Julian Brandt jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks en mörkin urðu ekki fleiri.

Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og Dortmund skoraði úr öllum sínum spyrnum en Ritsu Doan og Fares Chaibi klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Frankfurt og Dortmund fór með sigur af hólmi.

Leipzig vann öruggan sigur gegn Cottbus. Efstu deildarlið Augsburg tapaði gegn B-deildarliði Bochum. Gladbach lagði Karlsruher Þá vann St Pauli gegn Hoffenheim í vítaspyrnukeppni eftir að hafa jafnað metin í uppbótatíma framlengingar.

Frankfurt 1 - 1 Dortmund (2-4 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Ansgar Knauff ('7 )
1-1 Julian Brandt ('48 )

Augsburg 0 - 1 Bochum
0-1 Gerrit Holtmann ('39 )

Borussia M. 3 - 1 Karlsruher
1-0 Shuto Machino ('3 )
2-0 Nico Elvedi ('51 )
2-1 Fabian Schleusener ('59 )
3-1 Haris Tabakovic ('89 )

Energie 1 - 4 RB Leipzig
0-1 Johan Bakayoko ('13 )
0-2 Christoph Baumgartner ('28 )
0-3 Christoph Baumgartner ('37 )
0-4 Ezechiel Banzuzi ('59 )
1-4 Erik Engelhardt ('86 )

St. Pauli 2 - 2 Hoffenheim (8 - 7 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Hauke Wahl ('1 )
1-1 Grischa Promel ('47 )
1-2 Andrej Kramaric ('107 , víti)
2-2 Mathias Pereira Lage ('120 )
Athugasemdir