Það var spennandi leikur í 2. umferð þýska bikarsins í kvöld þegar Frankfurt fékk Dortmund í heimsókn.
Ansgar Knauff kom Frankfurt yfir snemma leiks eftir sendingu frá Mario Götze sem var að mæta sínum gömlu félögum. Julian Brandt jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks en mörkin urðu ekki fleiri.
Ansgar Knauff kom Frankfurt yfir snemma leiks eftir sendingu frá Mario Götze sem var að mæta sínum gömlu félögum. Julian Brandt jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks en mörkin urðu ekki fleiri.
Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og Dortmund skoraði úr öllum sínum spyrnum en Ritsu Doan og Fares Chaibi klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Frankfurt og Dortmund fór með sigur af hólmi.
Leipzig vann öruggan sigur gegn Cottbus. Efstu deildarlið Augsburg tapaði gegn B-deildarliði Bochum. Gladbach lagði Karlsruher Þá vann St Pauli gegn Hoffenheim í vítaspyrnukeppni eftir að hafa jafnað metin í uppbótatíma framlengingar.
Frankfurt 1 - 1 Dortmund (2-4 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Ansgar Knauff ('7 )
1-1 Julian Brandt ('48 )
Augsburg 0 - 1 Bochum
0-1 Gerrit Holtmann ('39 )
Borussia M. 3 - 1 Karlsruher
1-0 Shuto Machino ('3 )
2-0 Nico Elvedi ('51 )
2-1 Fabian Schleusener ('59 )
3-1 Haris Tabakovic ('89 )
Energie 1 - 4 RB Leipzig
0-1 Johan Bakayoko ('13 )
0-2 Christoph Baumgartner ('28 )
0-3 Christoph Baumgartner ('37 )
0-4 Ezechiel Banzuzi ('59 )
1-4 Erik Engelhardt ('86 )
St. Pauli 2 - 2 Hoffenheim (8 - 7 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Hauke Wahl ('1 )
1-1 Grischa Promel ('47 )
1-2 Andrej Kramaric ('107 , víti)
2-2 Mathias Pereira Lage ('120 )
Athugasemdir

