Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 28. október 2025 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski bikarinn: Getafe skoraði ellefu
Borja Mayoral skoraði tvennu fyrir Getafe
Borja Mayoral skoraði tvennu fyrir Getafe
Mynd: EPA
Það var fjöldi leikja í 2. umferð í spænska bikarnum í kvöld. Nokkur lið úr efstu deild lentu í vandræðum gegn liðum í neðri deildum en önnur unnu örugga sigra.

Getafe skoraði ellefu mörk gegn Inter de Valdemoro sem spilar í sjöttu deild. Hinn 32 ára gamli juanmi skoraði fernu og lagði upp eitt. Borja Mayoral skoraði tvennu.

Valencia lagði Maracena 5-0 sem er einnig í sjöttu deild. Sevilla, Girona og Real Sociedad unnu einnig lið í 5. og 6. deild. Real Oviedo tapaði hins vegar gegn Ourense CF sem spilar í 3. deild.

Atletico Tordesillas 1 - 2 Burgos

Constancia 2 - 3 Girona

Ourense CF 4 - 2 Oviedo

Langreo 3 - 4 Ferrol

SD Logrones 0 - 4 Racing Santander

UCAM Murcia 1 - 3 Cadiz

FC Guadalajara 2 - 1 Cacereno

Inter de Valdemoro 0 - 11 Getafe

Maracena 0 - 5 Valencia

Rayo Majadahonda 1 - 4 Talavera CF

Roda FC 1 - 5 Granada CF

San Fernando 0 - 3 Albacete

Tropezon 1 - 3 Cultural Leonesa

RSD Alcala 0 - 4 Tenerife

Utebo 0 - 3 Huesca

Extremadura 3 - 1 Las Palmas

Negreira 0 - 3 Real Sociedad

Toledo 1 - 4 Sevilla
Athugasemdir
banner
banner