Heimild: KSÍ
Leikur Íslands gegn Norður-Írlandi í seinni leik liðanna um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna fer fram á Þróttarvelli klukkan 17 á morgun miðvikudag.
Í tilkynningu frá KSÍ segir að UEFA hafi tekið þessa ákvörðun í samráði við KSÍ og Norður-írska sambandið.
Leikurinn átti að fara fram á Laugardalsvelli í kvöld en var frestað vegna veðurs. Það kom til greina að spila leikinn í Kórnum í kvöld en niðurstaðan var að fresta leiknum.
Í tilkynningu frá KSÍ segir að UEFA hafi tekið þessa ákvörðun í samráði við KSÍ og Norður-írska sambandið.
Leikurinn átti að fara fram á Laugardalsvelli í kvöld en var frestað vegna veðurs. Það kom til greina að spila leikinn í Kórnum í kvöld en niðurstaðan var að fresta leiknum.
„Allir miðar sem voru seldir á leikinn á Laugardalsvelli verða endurgreiddir í vikunni. Miðar á leikinn á miðvikudag verða seldir í gegnum miðasöluvef KSÍ (unnið er að opnun miðasölu) og við innganginn á Þróttarvöll, en eins og gefur að skilja er um að ræða takmarkaðan fjölda miða," segir í tilkynningu frá KSÍ.
„KSÍ hvetur fólk til að sýna aðgát og varkárni í umferðinni vegna veðurfars og aðstæðna og skilaboð yfirvalda og viðbragðsaðila um að fara ekki út í umferðina á vanbúnum ökutækjum eiga vel við."
Ísland er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í fyrri leik liðanna í Norður-Írlandi fyrir helgi.
Athugasemdir


