Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeild kvenna: Spánn og Þýskaland í úrslit
Kvenaboltinn
Alexia Putellas
Alexia Putellas
Mynd: EPA
Spánn og Þýskaland munu mætast í úrslitum Þjóðadeildarinnar en undanúrslitunum lauk í kvöld. Spánn er ríkjandi meistari.

Spánn heimsótti Svíþjóð í seinni leik liðanna í undanúrslitunum en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og var því í mjög góðum málum. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona, skoraði eina mark leiksins í kvöld og Spánn vann samanlagt 5-0.

Þýskaland heimsótti Frakkland en Þýskaland vann fyrri leikinn 1-0. Frakkar jöfnuðu metin í einvíginu snemma leiks þegar Melvine Malard skoraði.

Nicole Anyomi kom Þýskalandi aftur í forystu í einvíginu stuttu síðar. Klara Buhl kom síðan þýska liðinu í ansi góða stöðu snemma í seinni hálfleik. Clara Mateo skoraði fyrir Frakka undir lokin en nær komust þær ekki.

Frakkland og Svíþjóð mætast í einvígi um þriðja sætið.

Svíþjóð 0-1 Spánn (0-5 samanlagt)
0-1 Alexia Putellas ('75 )

Frakkland 2-2 Þýskaland (2-3 samanlagt)
1-0 Melvine Malard ('3 )
1-1 Nicole Anyomi ('12 )
1-2 Klara Buhl ('50 )
2-2 Clara Mateo ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner