Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 22:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Fulham vann Wycombe í vítaspyrnukeppni
Joshua King skoraði fyrir Fulham
Joshua King skoraði fyrir Fulham
Mynd: Fulham
Fulham lenti í vandræðum í enska deildabikarnum gegn Wycombe sem leikur í ensku C-deildinni.

Cauley Woodrow kom Wycombe yfir snemma leiks en þessi þrítugi framherji lék á sínum tíma yfir 60 leiki fyrir Fulham.

Strax í upphafi seinni hálfleiks jafnaði hinn 18 ára gamli Joshua King metin þegar hann skoraði laglegt mark með hælnum eftir hornspyrnu.

Fulham var með öll völd á vellinum en náði ekki að skora sigurmarkið og þurfti því að fara í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Fulham betur og er komið áfram í 8-liða úrslit.

B-deildarlið Wrexham fékk C-deildarlið Cardiff í heimsókn. Yousef Salech sá til þess að Cardiff var með forystuna í hálfleik.

Kieffer Moore jafnaði metin snemma í seinni hálfleik með skalla. Það var hins vegar varnarmaðurinn William Fish sem tryggði Cardiff sigurinn þegar hann skoraði úr þröngu færi eftir fyrirgjöf.

Wycombe Wanderers 1-1 Fulham (4-5 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Cauley Woodrow ('4 )
1-1 Joshua King ('48 )

Wrexham 1 - 2 Cardiff City
0-1 Yousef Salech ('13 )
1-1 Kieffer Moore ('52 )
1-2 Will Fish ('71 )
Athugasemdir
banner