Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Al-Ittihad sló Al-Nassr úr leik í bikarnum - Benzema hetjan
Mynd: EPA
Tvö sterkustu lið sádi-arabísku deildarinnar mættust í bikarnum í kvöld þegar Al-Nassr fékk Al-Ittihad í heimsókn.

Cristiano Ronaldo var fyrirliði Al-Nassr og fyrrum liðsfélagi hans hjá Real Madrid, Karim Benzema var fyrirliði Al-Ittihad.

Benzema kom Al-Ittihad yfir en Angelo jafnaði metin áður en Hassem Aouar tryggði Al-Ittihad sigurinn. Staðan var 2-1 í hálfleik en Al-Ittihad var manni færri nær allan seinni hálfleikinn en Al-Nassr náði ekki að nýta sér það.

Sadio Mane og Joao Felix voru einnig meðal leikmanna í liði Al-Nassr og N'Golo Kante og Fabinho voru í byrjunarliði Al-Ittihad.

Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal sem vann Al-Okhdood 1-0. Mateo Retegui skoraði í 3-1 sigri Al-Qadsiah gegn Al-Hazem og Yannick Carasco var hetja Al-Shabab í 1-0 sigri gegn Al-Zulfi.
Athugasemdir
banner