Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Jón Dagur innsiglaði sigur Hertha Berlin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði á bekknum þegar Hertha Berlin fékk Elversberg í heimsókn í 2. umferð þýska bikarnum í kvöld.

Hann kom inn á þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Hertha Berlin fékk vítaspyrnu í uppbótatíma þegar brotið var á Jóni Degi og hann steig sjálfur á punktinn og skoraði og gulltryggði Hertha Berlin sigurinn.

Efstu deildarlið Wolfsburg tapaði gegn 2. deildarliði Holstein Kiel en Wolfsburg var manni færri frá 36. mínútu þegar Jenson Seelt fékk sitt annað gula spjald.

Þá vann HSV góðan sigur á Heidenheim. Það er einn leikur í gangi en það er framlengt í efstu deildarslag Frankfurt og Dortmund en staðan er 1-1. Fjórir aðrir leikir hefjast klukkan 19:45.

Heidenheim 0 - 1 Hamburger
0-1 Robert Glatzel ('83 , víti)
Rautt spjald: Tim Siersleben, Heidenheim ('44)

Hertha 3 - 0 Elversberg
1-0 Michael Cuisance ('15 )
2-0 Sebastian Gronning ('58 )
3-0 Jon Dagur Thorsteinsson ('90 , víti)
Rautt spjald: Lukas Pinckert, Elversberg ('90)

Wolfsburg 0 - 1 Holstein Kiel
0-1 Alexander Bernhardsson ('42 , víti)
Rautt spjald: Jenson Seelt, Wolfsburg ('36)
Athugasemdir
banner