Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. október 2011 13:15
Magnús Már Einarsson
Halmstad hefur áhuga á að fá Guðjón Baldvinsson
Guðjón Baldvinsson, framherji KR, er kominn aftur til Íslands eftir að hafa verið á reynslu hjá Halmstad í Svíþjóð.

Halmstad endaði í neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í ár og mun því leika í næstefstu deild á næsta ári en félagið hefur áhuga á Guðjóni.

,,Það gekk mjög vel og þjálfarinn var ánægður. Hann sagðist ætla láta stjórnina fara í þetta," sagði Guðjón við Fótbolta.net í dag.

,,Það er áhugi hjá þeim en síðan er spurning hvort allir nái saman."

Guðjón skoraði átta mörk í 20 leikjum í Pepsi-deildinni þegar KR varð Íslandsmeistari í sumar.

Þessi 25 ára gami leikmaður þekkir til í Svíþjóð eftir að hafa verið á mála hjá GAIS.
banner
banner
banner
banner