Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. ágúst 2018 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd býst við að De Gea skrifi undir nýjan samning
De Gea er 27 ára.
De Gea er 27 ára.
Mynd: Getty Images
Hjá Manchester United búast menn við því að spænski markvörðurinn David de Gea geri nýjan langtímasamning við félagið.

Núgildandi samningur rennur út 2019 en United a möguleika á að framlengja hann um eitt ár.

Forráðamenn United eru tilbúnir að hefja viðræður við De Gea um nýjan samning og staða þeirra hefur styrkst eftir að Real Madrid keypti Thibaut Courtois frá Chelsea. Real hefur verið orðað við De Gea síðan 2015.

Í maí síðastliðnum var De Gea, sem kom til United frá Atletico Madrid 2011 á 18,9 milljónir punda, kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu í fjórða sinn.

Þá var hann valinn í lið ársins í deildinni.

De Gea átti þó ekki gott HM í Rússlandi frekar en aðrir í spænska landsliðinu. Hann var svo mættur í mark United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið vann 2-1 sigur gegn Leicester. De Gea átti þar mjög góðan leik.
Athugasemdir
banner
banner