Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. ágúst 2018 15:45
Magnús Már Einarsson
Sísí Lára mögulega á leið til toppliðsins í Noregi
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er mögulega á leið til Lilleström á Noregi. Sísí Lára, sem hefur allan sinn feril spilað með ÍBV, hélt í morgun til Noregs til að skoða aðstæður hjá félaginu.

Lilleström er í langefsta sæti í norsku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið alla fjórtán leiki sína á tímabilinu. Lilleström er með tólf stiga forskot á Klepp sem er í 2. sætinu þegar átta umferðir eru eftir.

„Hún er að skoða aðstæður og það er kominn viss grunnur í viðræðum. Þetta getur samt ennþá farið í báðar áttir," sagði Jón Óli Daníelsson, íþróttafulltrúi ÍBV, við Fótbolta.net í dag.

Sísí hefur verið burðarás í liði ÍBV í Pepsi-deildinni undanfarin ár en hún er á sínu tíunda tímabili í meistaraflokki þrátt fyrir að vera einungis 24 ára.

Sísí á einnig að baki þrettán landsleiki en hún var í liðinu sem fór á EM í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner