Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 15:15
Elvar Geir Magnússon
Túfa sagði nei við ÍBV og fer líklega út að þjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, Túfa, mun ekki taka við ÍBV en fram kemur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin að hann hafi hafnað félaginu. Eyjamenn eru í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason sagði óvænt upp fyrir nokkrum vikum.

Í þættinum er sagt að hann muni taka við liði Värnamo sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni og leikur í B-deildinni á komandi ári. Túfa hefur skapað sér nafn í Svíþjóð þar sem hann stýrði áður Skövde og Öster.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Túfa enn ekki samið við neitt félag en hann hefur verið í viðræðum við Värnamo og einnig félag í norsku B-deildinni.

Túfa var látinn fara frá Val en undir hans stjórn endaði liðið í öðru sæti bæði í deild og bikar á liðnu tímabili.

   08.12.2025 14:24
ÍBV hefur mikinn áhuga á Túfa - „Tel hann ansi líklegan"


Athugasemdir
banner
banner