Thomas Frank tók við stjórn Tottenham í sumar en liðið hefur verið í brasi undir hans stjórn og ekki náð upp öflugri frammistöðu.
Tottenham situr fyrir leiki helgarinnar í ellefta sæti með 22 stig. Spurs mætir Liverpool á morgun.
Tottenham situr fyrir leiki helgarinnar í ellefta sæti með 22 stig. Spurs mætir Liverpool á morgun.
„Þetta er mjög áhugavert. Maður horfði á þennan Tottenham - Chelsea leik um daginn og þá hugsaði maður að það væri eitthvað mikið að þarna. Það var ekkert að frétta hjá þeim. Það endaði vissulega 0-1 en það voru dökk ský sem voru að myndast þá," sagði Kári Snorrason, stuðningsmaður Chelsea, í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.
Haldiði að Frank fái reisupassann?
„Ég held að stóra spurningin sé bara hvort það verði fyrir eða eftir áramót," sagði Kári.
„Ég vona að það verði ekki í þessari viku. Ég vil spila við Tottenham næstu helgi með Frank," sagði Magnús Haukur Harðarson, sem er stuðningsmaður Liverpool. Hann fær ósk sína uppfyllta þar sem engin yfirlýsing er komin enn frá Spurs.
„Þetta er versta Tottenham lið sem ég hef séð," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson. „Þetta er ógeðslega lélegt og líflaust."
Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir



