Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 22:30
Fótbolti.net
„Gylfi og Albert geta klárlega verið báðir inn á"
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt hefur verið um hvort Albert Guðmundsson, einn okkar mest spennandi ungi leikmaður, og Gylfi Þór Sigurðsson, stærsta fótboltastjarna landsins, geti spilað á sama tíma inni á vellinum fyrir landsliðið út frá því hvernig týpur þeir eru sem leikmenn.

Umræðan hefur meðal annars komið upp í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segist ekki í vafa um að þeir geti spilað saman.

Smelltu hér til að hlusta á 45 mínútna spjall við Frey í Innkasti frá Belgíu

„Ég held að þeir geti klárlega spilað saman. Þetta snýst um jafnvægið á liðinu hverju sinni og hverjir mótherjarnir eru," segir Freyr.

„Ef Albert ætlar að spila sem ‘tía’ og við spilum 4-4-1-1 þár er bara ein tía á vellinum og hann þarf að slá Gylfa út. En eins og er með unga leikmenn, hver segir að Albert geti ekki spilað kantstöðuna? Albert getur spilað senter. Í þessu kerfi sem við spiluðum gegn Belgíu vorum við með tíu og áttu, box to box, sem þeir geta líka spilað. Það eru alveg möguleikar."

„Báðir geta spilað fleiri en eina leikstöðu. Geta þeir spilað á sama tíma? Já þeir geta það. Hentar það á móti sterkustu andstæðingunum? Mögulega ekki."

„Gegn Sviss prófuðum við að setja Albert inn í það hlutverk að koma inn með litla varnarskyldu og eiga að sprengja upp leikinn. Hann gerði það gríðarlega vel. Það er líka mjög mikilvægt að geta gert skiptingar sem gera neista og það er ekkert að því hlutverki fyrir unga leikmenn," segir Freyr sem hrósar Alberti mikið.

„Albert hefur augljóslega eitthvað einstakt. Hann gæti náð mjög langt á sínum ferli. Hann þarf að læra helling til að geta tekið næsta skref en hefur klárlega hæfileikana í það. Hann er með hæfileika sem eru sjaldgæfir hjá íslenskum leikmönnum."

Í viðtalinu við Frey talar hann líka um Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson sem eru einnig framtíðarmenn í landsliðinu.

Smelltu hér til að hlusta á 45 mínútna spjall við Frey í Innkasti frá Belgíu
Athugasemdir
banner
banner