Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 24. apríl 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hamren hafnaði risatilboði frá Sádi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Erik Hamren, fyrum þjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali í Fördomspodden að hann hefði í vetur fengið risatilboð frá Sádi-Arabíu.

Hamren er 66 ára Svíi sem var síðast þjálfari Álaborgar í Danmörku en var rekinn fyrir 13 mánuðum síðan. Það var í annað sinn sem hann þjálfaði Álaborg því hann gerði liðið að meisturum vorið 2008.

Frá því að Hamren var látinn fara frá Álaborg hefur hann fengið tilboð og þar á meðal frá Sádi-Arabíu í vetur.

„Ég hef fengið tilboð, nýlegasta var í vetur frá Sádi-Arabíu, en ég neitaði. Það var ekki af mér fannst það pólítískt rangt. Það var meira að ég fann ekki ástríðu fyrir því að taka við, þrátt fyrir að tilboðið hafi verið risastórt," sagði Hamren.

„Ef þú vilt ná árangri í fótbolta og vera sannur sjálfum þér þá verður þú að vera með 100% ástríðu fyrir starfinu. Að vera fótboltaþjálfari er risastórt starf. Peningurinn er ekki allt. Ég hafnaði Sádi einu sinni áður, en þá var það af fjölskylduástæðum. Það var eftir EM 2012, þá var mikill peningur í boði. 30 milljónir sænskra nettó (u.þ.b. 390 milljónir íslenskra króna miðað við gengið í dag) fyrir tvö ár."

„Það hefði gert okkur fjárhagslega sjálfstæð, en það hefði haft áhrif á börnin, við héldum fjölskyldufund þar sem ég sagði frá hvernig staðan var. Draumurinn var að fara á HM í Brasilíu, taka þar þátt. Það var draumur, en þessi peningur hefði haft mikla þýðingu fyrir fjölskylduna svo þau þurftu að hjálpa til við ákvörðunina. Dætur mínar sögðu nei,"
sagði Hamren.

Hamren var á þeim tíma þjálfari sænska landsliðsins en Svíum mistókst að komast á HM. Hann hætti sem þjálfari sænska landsliðsins árið 2016.

Hamren var landsliðsþjálfari frá ágúst 2018 út nóvember 2020.
Athugasemdir
banner
banner