Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. nóvember 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Bryndís Lára aftur í Þór/KA (Staðfest)
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning hjá Þór/KA.

Bryndís Lára hefur verið einn öflugasti markvörður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár en hún varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2017.

Eftir það tímabil ákvað hún að leggja markmannshanskana á hilluna og snéri sér að frjálsum íþróttum. Bryndís snéri aftur í mark Þórs/KA í vor þegar Helena Jónsdóttir meiddist illa og ljóst að hún léki ekki meira með liðinu.

Bryndís spilaði sex leiki með Þór/KA áður en hún fór í sitt gamla félag ÍBV á láni í júlí. Þar spilaði hún sjö leiki síðari hluta tímabils.

Bryndís Lára sem er 27 ára gömul á að baki alls 152 leiki með meistaraflokki þ.e. með Ægi, Breiðabliki, ÍBV og Þór/KA. Leikir Bryndísar með Þór/KA eru 33.

„Það að Bryndís Lára skuli taka slaginn með Þór/KA er afar ánægjulegt. Bryndís er sterkur leikmaður með mikla reynslu og á eftir að nýtast liðinu vel," segir á heimasíðu Þórs.
Athugasemdir
banner
banner