Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 04. júlí 2005 15:56
Hafliði Breiðfjörð
Benítez: Gerrard gæti orðið næsti stjóri Liverpool
Benítez
Benítez
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool vill halda fyrirliðanum Steven Gerrard hjá félaginu þrátt fyrir fréttir morgunsins og telur að leikmaðurinn gæti orðið næsti stjóri Liverpool.

Framtíð Gerrard er í mikilli óvissu eftir að umboðsmaður hans greindi frá því í morgun að viðræðum við Liverpool hafi verið slitið og þær færu líklega ekki í gang á ný. Rafael Benítez knattspyrnustjóri félagsins sagði svo á blaðamannafundi í morgun að hann vildi halda leikmanninum.

,,Ég get fullvissað ykkur stuðningsmennina um að við viljum að Steve verði áfram. Ef ég endurnýja samninginn minn eftir fjögur ár í viðbót, þá vil ég að Steve verði næsti aðstoðarþjálfari, næsti aðstoðarstjóri og kannski næsti stjóri. Hann getur orðið yfir njósnari ef hann vill."

,,Við viljum að Steve verði með okkur til lífstíðar, það er okkar hugmynd og við munum reyna til endaloka. Við erum að reyna að byggja upp betra lið og betri leikmannahópi og ég vil að Stevie verði stór hluti af því."


Benítez hélt áfram og sagði að hann hafi þrisvar á síðasta ári reynt að hefja viðræður við Gerrard en leikmaðurinn vildi bíða. Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir
banner