Arnór Ingvi Traustason er á heimleið og mun ganga í raðir KR. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Dr Football í dag og passar við heimildir Fótbolta.net.
„Það er svo sem ekkert leyndarmál að Arnór Ingvi hefur verið mikið orðaður við KR. Konan hans er af konungsættum KR," sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpi sínu í dag og bætti við að hann væri að fara í Vesturbæinn.
„Það er svo sem ekkert leyndarmál að Arnór Ingvi hefur verið mikið orðaður við KR. Konan hans er af konungsættum KR," sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpi sínu í dag og bætti við að hann væri að fara í Vesturbæinn.
Keflavík hefur líka verið að reyna við Arnór Ingvi en svo virðist sem KR hafi orðið fyrir valinu. Eiginkona hans, Andrea Dröfn, er dóttir Jónasar Kristinssonar sem var framkvæmdastjóri KR í mörg ár.
Arnór er 32 ára gamall, uppalinn Njarðvíkingur, og hefur spilað með Norrköping síðan 2022. Norrköping féll úr sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og viðurkenndi Arnór eftir það að hann væri að hugsa sér til hreyfings.
Arnór Ingvi er frábær miðjumaður sem á að baki 67 landsleiki fyrir Ísland. Í þeim hefur hann skorað sex mörk.
Athugasemdir



