Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, tók margt jákvætt út úr 3-1 tapinu gegn Strasbourg í Sambandsdeildinni í kvöld, en hann fór yfir leikinn og framhaldið í viðtali við Fótbolta.net.
Lestu um leikinn: Strasbourg 3 - 1 Breiðablik
Blikaliðið sýndi það að það getur staðið í stærstu liðunum í Sambandsdeildinni.
Það náði jafntefli gegn Samsunspor fyrr í keppninni og hélt þá gríðarlega sterku liði Strasbourg í Frakklandi, en Frakkarnir kláruðu leikinn ekki fyrr en á lokamínútunum.
„Heilt yfir kannski stoltur af framlaginu og mörgu leyti frammistöðunni. Fúll yfir niðurstöðunni en gerðum margt mjög vel en því miður var það ekki nóg.“
„Það var frábært og rétt sem þú segir. Þetta tók smá tíma og lengi í gang. Aðeins ragir í pressunni og pínu óöruggir á boltann, unnum okkur jafnt og þétt inn í þetta og eftir tuttugu mínútur fá fannst mér við gera mjög vel og áttum fimm mínútur fram að marki mjög gott móment. Við fáum stangarskot og erum að banka og því sætt að fá jöfnunarmarkið og fara inn í hálfleikinn í 1-1.“
„Ánægður með framlagið, frammistöðuna og vinnusemina. Við vissum að við værum að spila á móti toppliði í góðri deild, segjandi það fannst mér við vera pínu klaufar. Við fengum móment þar sem við vorum aðeins of gráðugir að komast upp völlinn og reynum úrslitasendingar á stundum þar sem við áttum að stíga á hann og halda betur í boltann og snúa leiknum okkur í vil. Við vorum að fá bylgjur á okkur og komu þessi móment inn á milli þar sem við hefðum getað verið örlítið sniðugri í mómentinu að ekki taka endilega fyrsta hlaup, bíða aðeins og flytja okkur upp völlinn því við gerðum það vel á köflum. Fannst við leysa pressuna og hefðum mátt gera meira af því í seinni hálfleik til að geta hvílt okkur aðeins á boltanum. Við vorum pínu óþolinmóðir og hleyptum leiknum upp í að fá á okkur hverja bylgjuna á fætur annarri.“
„Við vissum það alveg fyrir leik en við erum pínu svekktir að við fáum sláarskot í 2-1 og mögulega hefðum við getað stolið þessu,“ sagði Ólafur Ingi.
Hann segir að hann, þjálfarateymið og leikmenn geti tekið margt úr þessari keppni inn í næsta tímabil.
„Klárlega og tökum fullt út úr þessum leik og lærum af þessum mistökum og mikið sjálfstraust líka að strákarnir séu að standa í hörkuliði. Við tökum þetta með inn í næsta tímabil,“ sagði Ólafur Ingi enn fremur en hann ræðir einnig um Damir Muminovic, Jónatan Guðna Arnarsson og andlát Åge Hareide í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir






















