Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fös 19. desember 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Jónatan Guðni í Breiðablik? - „Hann er mögulegur kostur í það“
Mynd: Norrköping
Jónatan Guðni Arnarsson, leikmaður Norrköping, er sterklega orðaður við Breiðablik, en Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Blika, tjáði sig stuttlega um áhugann á honum í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Jónatan er 18 ára gamall kantmaður sem spilaði tíu leiki með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann féll með Norrköping á dögunum en hann hefur verið sterklega orðaður við heimkomu og hafa bæði Breiðablik og Valur verið í umræðunni.

Jónatan samdi við Norrköping í byrjun árs eftir að hafa spilað með Fjölni, en Ólafur Ingi segir hann vera mögulegan kost fyrir Blika á markaðnum.

„Það verður bara að koma í ljós. Hann er mjög öflugur leikmaður þannig við erum á markaðnum á eftir leikmönnum sem geta styrkt okkur og hann er mögulegur kostur í það,“ sagði Ólafur Ingi um Jónatan.
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Athugasemdir
banner