Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta um Zubimendi og stöðuna á White, Gabriel og Havertz
Arteta er hæstánægður með Martin Zubimendi.
Arteta er hæstánægður með Martin Zubimendi.
Mynd: EPA
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: EPA
Topplið Arsenal heimsækir Everton í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Mikel Arteta spjallaði við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi núna í morgun og segist spenntur fyrir því að fara á nýjan heimavöll Everton.

Arteta er búinn að vera sex ár með stjórnartaumana hjá Arsenal.

„Þetta hefur liðið hratt. Margt hefur gerst en þetta hefur verið magnað ferðalag og ég hef notið hverrar mínútu af því," sagði Arteta á fréttamannafundinum.

Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi var ekki með á æfingu en Arteta segir að um álagsstýringu sé að ræða.

„Það þarf að hugsa um þá leikmenn sem hafa verið að spila mikið að undanförnu. Það er ástæðan fyrir því að hann var ekki með. Hann er að höndla þessa deild vel, með öllu því álagi og áskorunum sem henni fylgja. Hann er í nýju landi og hjá nýju félagi en hefur staðið sig einstaklega vel," segir Arteta.

Varnarmaðurinn Ben White meiddist aftan í læri í sigrinum dramatíska gegn Úlfunum síðasta laugardag og verður ekki með í næstu leikjum.

„Þetta eru ekki alvarleg meiðsli og Ben er vanur því að jafna sig fljót. Svo er ekki langt í að Gabriel snúi aftur, við þurfum að sjá hvernig næstu dagar þróast en við erum bjartsýnir," segir Arteta.

Hann var spurður um stöðuna á þýska landsliðsmanninum Kai Havertz sem hefur verið meiddur á hné og aðeins spilað einn deildarleik.

„Þróunin á honum hefur verið hröð og góð síðustu vikur. Ef fram heldur sem horfir byrjar hann bráðum að æfa með okkur," segir Arteta að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner
banner