Adna Mesetovic og Alexandra Austmann Emilsdóttir eru gengnar í raðir Aftureldingu. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum.
Alexandra er 21 árs gömul og uppalin hjá HK, en hún spilar sem miðju og varnarmaður.
Hún þekkir vel til hjá Aftureldingu en hún spilaði tvö og hálft tímabil með meistaraflokki en lék með ÍR-ingum seinni hluta síðasta tímabils.
Alexandra skrifar undir hjá Aftureldingu til 2027.
Adna Mesetovic kemur þá til félagsins frá Smára en hún er uppalin á Austurlandi þar sem hún lék með Fjarðabyggð, FHL og Hetti, ásamt því að hafa spilað með Fjölni og KR. Hún á 144 leiki og 26 mörk með þessum félögum.
Hún er 27 ára gömul sóknarsinnaður leikmaður sem samdi einnig til 2027, en hún hefur þegar skorað tvö mörk í fyrstu æfingaleikjum tímabilsins með Aftureldingu.
Tinna Guðjónsdóttir hefur þá framlengt samning sinn við félagið, en hún kom frá KH fyrir síðasta tímabil og mun því taka slaginn með liðinu í 2. deild næsta sumar.
Hún lék 4 leiki í deild- og bikar með Aftureldingu á síðustu leiktíð.
Athugasemdir


