Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   fös 19. desember 2025 09:22
Elvar Geir Magnússon
Hilmar Árni kynntur sem nýr aðstoðarmaður Óskar Hrafns (Staðfest)
Hilmar Árni er kominn til KR.
Hilmar Árni er kominn til KR.
Mynd: KR
Hilmar Árni Halldórsson hefur verið ráðinn til KR þar sem hann tekur að sér stöðu aðstoðarþjálfara. Hann verður því aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Theodór Elmar Bjarnason var aðstoðarþjálfari en hætti eftir tímabilið í ár.

Hilmar Árni er 33 ára og er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti. Hann var í mörg ár einn besti leikmaður efstu deildar þegar hann lék með Stjörnunni.

Hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári og tók við hlutverki sem þjálfari yngri flokka Stjörnunnar en hefur einnig komið að leikgreiningu og komið að vinnu í kringum andleg málefni hjá yngri flokkunum.

Tilkynning KR:
Hilmar Árni nýr aðstoðarþjálfari karlaliðsins

Hilmar Árni Halldórsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins til næstu þriggja ára!

Hilmar Árni lagði skóna á hilluna eftir farsælan knattspyrnuferil árið 2024. Á sínum ferli lék hann 192 leiki í efstu deild og skoraði í þeim 71 mark. Auk þess spilaði hann 4 A landsleiki!

Síðasta árið hefur Hilmar Árni starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Stjörnunni ásamt því að halda fyrirlestra fyrir íþróttafélög! Hilmar Árni er með MA í heimspeki frá Háskóla Íslands auk þess sem hann útskrifast með UEFA A þjálfaragráðu snemma á næsta ári.

Við bjóðum Hilmar Árna velkominn til starfa!

Athugasemdir
banner
banner