Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 13:30
Kári Snorrason
McTominay: Of auðveld afsökun að kenna bara Man Utd um
Mynd: EPA
Scott McTominay segir of einfalda afsökun að leikmenn verði einfaldlega betri þegar þeir yfirgefa Man Utd. Hann segir helstu ástæðuna vera aukið sjálfstraust þegar pressan minnkar.

McTominay er uppalinn hjá Manchester United en var seldur til Napoli sumarið 2024. Hann hefur síðan slegið í gegn á Ítalíu og var valinn besti leikmaður deildarinnar þegar hann hjálpaði Napoli að vinna titilinn.

„Vegna þess að sviðsljósið er beint að þér hjá United virðist allt miklu verra. Þegar leikmenn fara annað og spila fleiri leiki eykst sjálfstraustið, þeir líða betur með sjálfa sig en þegar þeir fá færri mínútur hjá Manchester United.“

„Mér finnst allt of auðvelt að kenna félaginu um. Þegar ég var hjá Manchester United gerðu þeir allt fyrir mig. Þeir hjálpuðu mér með næringu, þeir hjálpuðu mér með æfingar og þeir hjálpuðu mér taktískt, sama hver stjórinn var.

„Þessi mýta um að leikmenn fari burt og verði betri snýst um sjálfstraust. Ef þú ferð annað, spilar hvern einasta leik og skorar, svo skorar þú aftur og fólk fer að tala um þig, þá líður þér vel með sjálfan þig og sjálfstraustið hækkar.“



Athugasemdir
banner