Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 19. desember 2025 12:00
Kári Snorrason
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson sagði upp störfum sem þjálfari Völsungs eftir tímabilið.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson sagði upp störfum sem þjálfari Völsungs eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Belginn og ævintýramaðurinn Patrick De Wilde.
Belginn og ævintýramaðurinn Patrick De Wilde.
Mynd: Völsungur
Völsungur hélt í gærkvöldi kynningarkvöld í tilefni af ráðningu ævintýramannsins Patrick De Wilde sem nýs þjálfara liðsins.

Völsungur endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar, en Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari liðsins sagði óvænt upp störfum eftir tímabilið.

Einar Már ræddi við Ingvar Björn Guðlaugsson, formann meistaraflokksráðs hjá Völsungi, fyrir hönd Fótbolta.net og spurði hann út í nýja manninn í brúnni.

„Sum leyndarmál eru best geymd og falin. En hann kom í gegnum erlendan umboðsmann sem okkur var bent á af íslenskum þjáfara. Eftir nokkrar mátanir sáum við mjög gott 'fit' í manninum sem við erum búin að finna.“

Er þessi íslenski þjálfari Þorlákur Árnason?

„Þetta er frábært gisk og mögulega rétt. Hann tengdi okkur við góðan mann erlendis.“

Hvernig gekk þjálfaraleitin?
„Við áttum eitthvað af áhugaverðum samtölum, eitthvað af stuttum samtölum og eitthvað af lengri samtölum. Ég held að þetta hafi verið mjög góð lærdómskúrva að fara í gegnum þetta ferli þó svo að við hefðum vissulega viljað kynna nýjan þjálfara örlítið fyrr.“

Hver eru markmiðin fyrir næsta tímabil?

„Ég get farið í pólitískt svar en það ætlar enginn í fótboltaleik án þess að vinna hann. Ætlaru ekki bara að vinna allt saman? Við erum á fullu að smíða okkar lið fyrir tímabilið. Þegar kokkurinn er góður og hráefnin góð þá getur þú fundið fínasta rétt.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner