Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Bætt sig í vinnusemi fyrir liðið - „Hleypur meira“
Mynd: EPA
Hugo Ekitike hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur deildarleikjum Liverpool og er alls með tíu mörk í 23 leikjum á tímabilinu.

Þessi 23 ára sóknarmaður kom frá Frankfurt fyrir tímabilið og tjáði Arne Slot sig um frammistöðu hans á fréttamannafundi í morgun.

„Við vissum hvernig leikmann við vorum að kaupa. Hann þurfti að fara af velli gegn Brighton eftir 70 mínútur því hann var kominn með krampa. Hann hefur næstu tvöfaldað vinnuframlag sitt frá því fyrir mánuði síðan," segir Slot.

„Við vissum að hann væri með hæfileika til að skora mörk, væri með frábæra tækni. Það er í vopnabúrinu hans og kemur engum verulega á óvart. En hann hefur bætt sig svo mikið í því hversu mikið hann hleypur og vinnur fyrir liðið. Hann hjálpar okkur varnarlega."

Liverpool heimsækir Tottenham klukkan 17:30 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner