Belginn Patrick De Wilde var kynntur á dögunum sem nýr þjálfari Völsungs. Það má með sannni segja að De Wilde sé heimsborgari, en hann hefur komið víða við á þjálfaraferlinum.
Hann þjálfaði síðast kvennalandslið Nepal en þar áður var hann við stjórnvölinn hjá karlalandsliðum Sómalíu og Rúanda í Afríku. Þá hefur hann jafnframt komið við í Kina og Marokkó, svo fátt eitt sé nefnt.
Knattspyrnudeild Völsungs efnti til kynningarkvölds í gær þar sem okkar maður Einar Már greip tækifærið og tók viðtal við Patrick De Wilde.
Hann þjálfaði síðast kvennalandslið Nepal en þar áður var hann við stjórnvölinn hjá karlalandsliðum Sómalíu og Rúanda í Afríku. Þá hefur hann jafnframt komið við í Kina og Marokkó, svo fátt eitt sé nefnt.
Knattspyrnudeild Völsungs efnti til kynningarkvölds í gær þar sem okkar maður Einar Már greip tækifærið og tók viðtal við Patrick De Wilde.
„Ég, Patrick De Wilde, er venjulegur þjálfari, venjuleg manneskja með mikinn metnað í lífinu. Ég var með 'bucket list' og ég hafði þann draum að vera fótboltaþjálfari.
Ég gerði allt sem ég gat til þess að gera þann draum að veruleika. Mér tókst að vera þjálfari á stærsta sviðinu í mörg ár. Var aðstoðarþjálfari í landsliðum, stýrði U23 landsliðum sem aðalþjálfari og var aðalþjálfari í efstu deildum í Belgíu, Sádi-Arabíu og Túnis.
Síðan vann ég líka í yngri flokkum hjá RB Salzburg. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hérna núna - það er verkefni í gangi hérna. Liðið vill gefa ungum strákum tækifæri og þróa þá. Núna eru ungir leikmenn sem eru mögulega tilbúnir að koma Völsungi aftur í fremstu röð.“
Hvernig endar maður eins og þú í Völsungi?
„Þetta fer allt í gegnum umboðsmenn. Ég hef unnið í tólf, þrettán löndum og þar hittiru marga umboðsmenn. Eitt af markmiðum mínum var að starfa í Skandinavíu. Í Salzburg vorum við með mikið af ungum leikmönnum og ég njósnaði fyrir þá unga leikmenn.
Við þau störf hitti ég umboðsmann sem heyrði í mér um störf í Skandinavíu. Þá var ég upptekinn en núna heyrði hann í mér varðandi þetta starf og þá hitti hann á mig á réttum tímapunkti.
Við áttum í viðræðum í tvo daga áður en samningar náðust, það var aldrei neinn efi. Þegar þú ferðast svona um heiminn þá verðuru að geta tekið ákvarðanir hratt.
Ég fékk mörg önnur tilboð en hér get ég verið hluti af ákveðnum strúktúr og leitt verkefnið. Það er ein af megin ástæðunum fyrir því að ég tók starfið.“
Líður eins og Íslendingi
„Ég hef átt góð kynni af íslenskum leikmönnum. Ég var mikill stuðningsmaður Anderlecht á mínum yngri árum og Arnór Guðjohnsen var ótrúlegur. Í Lokeren kom síðan Rúnar Kristinsson og í kjölfarið fylgdu fleiri góðir Íslendingar.
Ef þú horfir á mig þá lít ég út fyrir að vera frá Norðurlöndunum. Ef þú ferð til Marokkó eða Kína, þar sem ég starfaði, þá var ég öðruvísi. Hérna get ég fundið að ég passa betur inn. Mér líður eins og ég er kominn heim,“ sagði De Wilde að lokum.
Athugasemdir

























