Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. desember 2018 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Liverpool slær í gegn hjá Lampard
Harry Wilson er að blómstra hjá Derby County
Harry Wilson er að blómstra hjá Derby County
Mynd: Getty Images
Velski landsliðsmaðurinn Harry Wilson er heldur betur að vekja athygli á sér með frammistöðu sinni með Derby County í ensku B-deildinni en hann er á láni frá Liverpool.

Wilson er 21 árs gamall vængmaður frá Wales sem getur spilað sem vængmaður eða fyrir aftan framherja.

Hann hefur verið hjá Liverpool frá því hann var átta ára gamall og hefur unnið sig hratt upp hjá félaginu. Hann hefur síðustu undirbúningstímabil æft með aðalliðinu en ekki fengið tækifæri.

Hann var lánaður í sumar til Derby County þar sem Frank Lampard er við stjórnvölin en Wilson er búinn að gera 8 mörk í 18 leikjum og þá hefur hann lagt upp önnur tvö.

Í kvöld vann hann þriðja mánuðinn í röð verðlaun fyrir besta markið en hann skoraði magnað mark er Derby skellti Manchester United í enska deildabikarnum.

Mikið efni þarna á ferð og spurning hvort Jürgen Klopp hafi not fyrir hann hjá Liverpool næsta sumar, ef ekki þá er ljóst að mörg félög koma til með að sýna honum mikinn áhuga.

LIverpool á möguleika á að kalla hann til baka úr láni í janúar og verður fróðlegt að sjá hvort Klopp nýti sér það.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner