Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   lau 25. maí 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Landsliðsfyrirliðinn hraunaði yfir Albani hér um árið
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Víking R. í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

„Leikurinn var erfiður en við skorum snemma í leiknum. Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik og við vorum í smá basli. Í síðari hálfleik leyfðum við þeim að vera með boltann og beittum skyndisóknum og þeir sköpuðu sér varla færi." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 KR

Björgvin Stefánsson var í byrjunarliði KR í dag en hann kom sér í fréttirnar í vikunni eftir ummæli sem að hann lét falla þegar að hann lýsti leik Hauka og Þróttar. Nánar má lesa um það hér. Rúnar sagði það aldrei koma til greina að taka Björgvin úr liðinu.

„Landsliðsfyrirliði okkar hraunaði yfir Albani hér um árið og hann byrjaði næsta leik. Björgvin gerði mistök og hann áttaði sig á því alveg um leið og biðst afsökunar. Auðvitað fordæmir maður alla svona umræðu og hann á ekki að gera þetta. Hann er að reyna að vera hnittin og fyndinn og það mistekst hraparlega og því miður er það orðið að stórmáli og ég vona að því máli ljúki sem fyrst." hafði Rúnar meðal annars að segja um málið.

Hitt stóra málið í vikunni er sjálfsögðu að Gary Martin er laus allra mála frá Val og því spurning hvert að hann fer næst. Eru einhverjar líkur að hann fari í KR?

„Jájá það eru alltaf líkur á því?" var einfaldlega svar Rúnars

Nánar er rætt við Rúnar í spilarnum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner