Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. júlí 2019 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deild: Lennon afgreiddi ÍBV - Tveir sigrar í röð hjá FH
Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga
Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV 1 - 2 FH
0-1 Steven Lennon ('35 , víti)
0-2 Steven Lennon ('70 )
1-2 Gary John Martin ('90, víti )
Rautt spjald: Víðir Þorvarðarson ('90, ÍBV )

FH vann ÍBV 2-1 í 12. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Skoski framherjinn Steven Lennon gerði bæði mörk gestanna.

Eyjamenn voru stálheppnir að lenda ekki undir strax á 7. mínútu er Rafael Veloso, markvörður ÍBV, ákvað að fara í skógarhlaup til að hreinsa boltann frá marki en Lennon komst í boltann og lét vaða á markið en Veloso náði að blaka boltanum yfir markið.

FH-ingar fengu vítaspyrnu eftir hálftímaleik er Diego Coelho braut á Jakub Thomsen innan teigs. Lennon fór á punktinn og skoraði nokkuð örugglega.

Eftir nokkuð rólega byrjun í síðari hálfleik þá bætti Lennon við öðru marki á 70. mínútu. Níunda markið hans í deild- og bikar á tímabilinu.

Gary Martin opnaði þá markareikninginn sinn í Eyjum er hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Jónatin Ingi Jónsson braut á Telmo Castalenha.

Víðir Þorvarðarson fékk þá brottvísun í blálokin er hann fór í glórulausa tæklingu á Atla Guðnasyni. Lokatölur 2-1 fyrir FH sem tengir tvo sigra saman og er nú í 5. sæti með 19 stig á meðan ÍBV er á botninum með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner