Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 14. umferðar: Leikmenn frá átta liðum
Lilja Dögg er í liði umferðarinnar.
Lilja Dögg er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrún Ella Einarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Sigrún Ella Einarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea er í liðinu.
Karólína Lea er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
14. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna lauk í gær með tveimur hörku leikjum. Á Selfossi stóð Valur heiðursvörð fyrir nýkrýnda bikarmeistara Selfoss fyrir leik en fóru svo að lokum með 1-0 sigur í bæinn. Pétur Pétursson er þjálfari umferðarinnar eftir sigurinn á Selfossi.

Í Vesturbænum kom Breiðablik til baka eftir að hafa lent undir og unnu að lokum mikilvægan 2-1 sigur. Þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í leiknum. Þá stóð naglinn, Lilja Dögg Valþórsdóttir vaktina vel í vörn KR með glóðarauga og umbúðir á hausnum. Þvílíkur nagli.


Nýjasti landsliðsmarkvörðurinn, Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur í markinu en hún hélt markinu hreinu fyrir Fylki í 2-0 sigri liðsins á botnliði HK/Víkings. Þá var Margrét Björg Ástvaldsdóttir öflug á miðjunni hjá Fylki og lagði upp bæði mörk liðsins.

Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍBV 2-1 í 14. umferðinni. Þar sem Sigrún Ella Einarsdóttir lagði upp fyrra mark Stjörnunnar og átti stóran þátt í sigurmarkinu. Þá var Anna María Baldursdóttir flott í hjarta varnarinnar hjá Garðbæingum.

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir eru fulltrúar Þórs/KA í liði umferðarinnar en liðið sigraði Keflavík 3-1 á heimavelli þar sem Arna Sif skoraði tvívegis í leiknum. Sveindís Jane Jónsdóttir er einnig í liðinu en hún var langbest Keflvíkinga í leiknum.

Að lokum er Grace Rapp á miðjunni en þrátt fyrir 0-1 tap Selfyssinga gegn Val þá var Rapp gríðarlega öflug á miðjunni hjá Selfyssingum.

Sjá einnig:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner