fim 10. október 2019 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meira en 3000 konur mættu á fótboltaleik í Íran
Áhuginn á fótbolta hjá konum í Íran er mikill.
Áhuginn á fótbolta hjá konum í Íran er mikill.
Mynd: Getty Images
Meira en 3000 konur komu sér fyrir á Tehran-leikvanginum í dag þegar Íran mætti Kambódíu í undankeppni HM.

Þetta er í fyrsta sinn í fjóra áratugi þar sem konur í Íran áttu möguleika á að kaupa sér miða á fótboltaleik í landinu. Guardian segir frá.

FIFA og mannréttindasamtök settu mikla pressu á ríkisstjórn Íran að leyfa kvenfólki að mæta fótboltaleiki eftir að írönsk kona að nafni Sahar Khodayari kveikti í sér fyrir utan dómshús. Hún lést 29 ára gömul.

Hún hafði mikinn fótboltaáhuga og reyndi að smygla sér inn á fótboltaleik í Íran. Hún átti yfir höfði sér sex mánaða fangelsi vegna þess.

Miðarnir sem voru úthlutaðir kvenfólki fyrir leikinn gegn Kambódíu seldust upp á örfáum mínútum og ljóst var að áhuginn var mikill.

Konurnar fylltu sinn litla hluta stúkunnar. Sá hluti vallarins sem úthlutaður var körlum var hins vegar að mestu tómur.

Leikurinn endaði með 14-0 sigri Íran.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner