Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. október 2019 20:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu vítaspyrnuna sem Frakkar fengu
Icelandair
Giroud skorar úr vítaspyrnunni.
Giroud skorar úr vítaspyrnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimsmeistarar Frakklands eru komnir 1-0 yfir gegn Íslandi í undankeppni EM 2020.

Markið kom úr vítaspyrnu eftir að Antoine Griezmann féll eftir viðskipti sín við Ara Frey Skúlason í teignum.

„Griezmann fellur og úr fréttamannastúkunni leit þetta út eins og algjör dýfa hjá Griezmann og Rocchi fellur í gildruna! Eftir að hafa séð þetta í endursýningu var snerting en Griezmann datt á mjög svo undarlegan hátt!" skrifaði Arnar Helgi Magnússon í beinni textalýsingu.

Olivier Giroud steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi fram hjá Hannesi Þór Halldórssyni

Það eru tæpar 20 mínútur eftir af venjulegum leiktíma og nægur tími fyrir íslenska liðið til að jafna leikinn.

Hér að neðan er myndband af vítinu sem Frakkar fengu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner