Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. október 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ashley Cole tekur til starfa hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Ashley Cole er mættur aftur til Chelsea, í þetta skiptið sem þjálfari. Hann mun vinna með U15 liði félagsins.

Cole, sem er 38 ára gamall, tilkynnti það í september að skórnir væru komnir upp á hillu

Cole átti magnaðan leikmannaferil, hann var frábær vinstri bakvörður sem lék fyrir Arsenal, Crystal Palace Chelsea, Roma, LA Galaxy og Derby County.

Cole vann ensku úrvalsdeildina þrisvar á ferlinum, tvisvar með Arsenal og einu sinni með Chelsea. Hann vann FA-bikarinn sjö sinnum þá vann hann Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina með Chelsea.

Hann lék 107 leiki fyrir enska landsliðið.

Núna er hann byrjaður að vinna fyrir Chelsea og á hann að hjálpa til við að gera unga leikmenn tilbúna í að taka stökkið upp í aðallið Frank Lampard.

Akademía Chelsea er mjög sterk og hefur það sést á þessu tímabili. Uppaldir leikmenn eins og Mason Mount, Tammy Abraham, Fikayo Tomori og Callum Hudson-Odoi spila stórt hlutverk í aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner