Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. nóvember 2019 10:50
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Munum leggja meira púður í bikarkeppnir
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær viðurkennir að Manchester United á ekki möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina í ár og segist vilja leggja mikið púður í bikarkeppnir.

Man Utd hafði betur gegn Partizan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og er svo gott sem búið að tryggja sig upp úr riðlakeppninni.

Þá eru Rauðu djöflarnir komnir í 8-liða úrslit deildabikarsins, þar sem þeir mæta D-deildarliði Colchester. Leiðin er því nánast greið inn í undanúrslitin.

Gengi liðsins í deildinni hefur hins vegar verið slakt. Man Utd situr um miðja deild, með 13 stig eftir 11 umferðir.

„Við munum leggja meira púður í bikarkeppnir þar sem draumurinn um úrvalsdeildartitilinn er úti. Við erum alltof langt á eftir toppliðunum," sagði Solskjær.

„Við ætlum að berjast um alla titla sem standa til boða og þurfum á sama tíma að bæta gengi okkar í deildinni.

„Stjórar eru dæmdir á úrslitum en það er stefna félagsins og mín persónulega stefna að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Ég er ekki að þjálfa fyrir mig, ég er að þjálfa fyrir Man Utd. Ég er að hugsa um framtíðina.

„Við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera. Með tímanum munum við komast í gegnum þennan erfiða kafla í sögu félagsins. Strákarnir eru búnir að vera að þroskast mikið."

Athugasemdir
banner
banner
banner