banner
   sun 10. nóvember 2019 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Seattle Sounders vann MLS-deildina í annað sinn
Mynd: Getty Images
Seattle Sounders er meistari í MLS-deildinni eftir öruggan sigur á Toronto FC í úrslitaleik.

Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem þessi tvö lið mætast í úrslitunum. Seattle vann 2016 eftir vítaspyrnukeppni og Toronto vann 2-0 sigur í úrslitaleiknum árið 2017.

Í fyrra var það Atlanta sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 2-0 sigur á Portland í úrslitaleiknum.

Í kvöld fór úrslitaleikurinn fram og var það Seattle sem hafði betur eftir góðan seinni hálfleik.

Kelvin Leerdam kom Seattle yfir á 57. mínútu og skoraði Victor Rodriguez annað markið á 76. mínútu. Raúl Ruidíaz gerði svo út um leikinn með marki í uppbótartímanum.

Jozy Altidore, fyrrum framherji Sunderland meðal annars, klóraði í bakkann fyrir Toronto og lokatölur 3-1.

Þetta er í annað sinn sem Seattle vinnur MLS-bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner