Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er látinn. Hann var 72 ára gamall.
Í síðasta mánuði var greint frá því að Hareide væri með krabbamein í heila en hann hefur glímt við það síðan síðasta sumar.
Í síðasta mánuði var greint frá því að Hareide væri með krabbamein í heila en hann hefur glímt við það síðan síðasta sumar.
„Pabbi sofnaði í kvöld, heima með fjölskyldu sinni. Hann hefur núna spilað sinn síðasta leik. Við erum ævinlega þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum fengið," segir Bendik, sonur Hareide, við Verdens Gang.
Hareide stýrði íslenska landsliðinu í eitt og hálft ár og var nálægt því að koma landsliðinu á EM. Ísland fór í umspil um laust sæti á mótinu og tapaði þar úrslitaleik gegn Úkraínu eftir að hafa slegið Ísrael úr leik.
Íslenska landsliðsþjálfarastarfið var síðasta þjálfarastarf hans en hann þjálfaði einnig danska og sænska landsliðið, auk ýmissa stórvelda frá Skandinavíu. Hann vann efstu deild í Svíþjóð, Noregi og Danmörku á þjálfaraferlinum sínum.
Athugasemdir


